Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Tónlistarkennarar hafa dregist afturúr í launakjörum

Ég veit um eina stétt sem gerði góðan kjarasamning rétt fyrir hrun þegar allt var æðislegt og frábært. Já munið þið hvernig andinn var í íslensku þjóðfélagi fyrir bankabóluhrunið haustið 2008?  Sú stétt er ljósmæðrastéttin. Hún hefur góð launakjör í dag og hafði mun betri launakjör heldur en margar aðrar stéttir á eftirhrunsárunum vengna þessa. Á árunum fyrir hrun voru laun Grunnskólakennara og Tónlistarkennara svipuð. Nokkru fyrir hrun urðu til samningar fyrir Grunnskóla þannig að laun þeirra voru orðin íðvið hærri en laun Tónlistarkennara. Launasamningar við Tónlistarkennara og leikskólakennara voru pípunum en lauk ekki fyrir hrun. Eftir hrunið var lítið samið við flestar stéttir. Þar á meðal tónlistarkennara og aðrar kennarastéttir.

Launasamningaviðræður fóru af stað aftur 2012 milli Sambands Íslenskra Sveitarfélsaga og þriggja kennarastétta innan Kennarasambands Íslands (KÍ.)   Síðustu 2 ár er búið að gera samninga við margar stéttir, m.a. grunnskólakennara og leiksdkólakennara en enn er ekki búið að semja við tónlistarkennara. Ekki nóg með það heldur er Tónlistarkennarstéttin farin að dragast allnokkuð afturúr hinum tveimur kennarastéttum KÍ. Laun leikskólakennara hafa verið leiðrétt en ekki Tónlistarkennara. Lögum þetta!


mbl.is Erfitt að knýja fram uppbyggilegt samtal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland ekki besta land í heimi...

...út af þessum ljósmyndara sem tók þessar myndir. Gat hann ekki aðeins hugsað.
mbl.is Tom og Katie á göngu um miðbæinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýður Oddsson ávalt heppinn

Er þetta ekki hann Lýður Oddsson sem vann vinninginn einu sinni enn. Hann þarf að hafa tíma til að leika sér í hljóðstúdíóinu sínu.
mbl.is Ætlar að hætta í vinnunni eftir lottóvinning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mættur

Sæl verið þið lesendur

Nú er ég kominn með bloggsíðu á mbl.is þar sem frjáls en gagnslaus tjáning ríkir.  Gagnlaus vegna þess að yfir landinu ríkir ránfugl sem kann að stela án þess að nokkur taki eftir. Og ef einhver tekur eftir er flogið í burt. Og þegar við loksins er tækifæri til að fanga hann erum við flest búin að gleyma. Eða að ránfuginn dáleiðir okkur með vænghafi sínu.

Kv.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband